Fjölmennt Útboðsþing SI
Fjölmennt var á Útboðsþingi SI sem haldið var í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Samtök innviðaverktaka fyrr í dag í Háteig á Grand Hótel Reykjavík. Á þinginu kynntu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu sem fara í útboð. Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum nemur 264,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri greiningu SI. Um er að ræða nær tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2024 en þau námu 134,5 milljörðum króna. Þrír verkkaupar af tíu boða 90% aukningarinnar, þ.e. Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) og Nýr Landspítali (NLSH).
Fundarstjóri á Útboðsþingi SI 2025 var Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI. Frummælendur í dagskrá voru eftirtaldir:
- Setning – Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Ávarp – Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
- Samantekt – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Reykjavíkurborg – Einar Þorsteinsson, borgarstjóri
- Landsvirkjun – Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda
- Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir – Óskar Jósefsson, forstjóri
- Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu – Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri
- Landsnet – Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður verkefnastjórnunar framkvæmda
- Vegagerðin – Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar
- Veitur – Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra
- NLSH – Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri
- Betri samgöngur – Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri
Hér er hægt að nálgast glærur þingsins.
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.
Myndir/BIG
Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður verkefnastjórnunar framkvæmda hjá Landsneti.
Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni.
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri hjá NLSH.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.
mbl.is, 30. janúar 2025.
Viðskiptablaðið, 30. janúar 2025.
Vísir, 30. janúar 2025.
Viðskiptablaðið, 6. febrúar 2025.