Fréttasafn



3. des. 2025 Almennar fréttir Menntun

Fjölmennur fundur á Akureyri um sí- og endurmenntun iðngreina

Fjölmennt var á fundi Iðunnar fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, FMA, Byggiðnar og FIT sem haldinn var í Hofi á Akureyri fyrir skömmu þar sem fjallað var um stöðu sí- og endurmenntunar í iðngreinum á Norðurlandi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja, kennara og fagfólks úr iðnaði mætti og skapaðist lífleg og uppbyggileg umræða um þörf, tækifæri og næstu skref í fræðslu og hæfnieflingu.

Fundarstjóri var Stefán Valmundarson og hófst fundurinn á ávarpi Jóhanns Rúnars Sigurðssonar, formanns FMA, sem lagði áherslu á afar gott samstarf VMA og Iðunnar. Hann ítrekaði mikilvægi þess að efla tengsl við Norðurland og kallaði eftir því að fagfólk í landshlutanum tali oftar og skýrar um eigin hagsmuni.

Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, kynnti verkefni og framtíðarsýn fræðslusetursins. Hún fór yfir lykiltölur, ferðastyrki, námskeiðaframboð, Áttina og raunfærnimat. Hún lagði áherslu á að fræðsla verði mótuð í nánu samtali við fagfólk og fyrirtæki og hvatti félagsfólk til þátttöku, óháð starfsgrein.

Óskar Grétarsson, málm- og véltæknigreinar, lagði áherslu á að Iðan væri “brú að þekkingu” og minnti á jafnt námskeiðsverð um landið.

Ólafur Ástgeirsson, bygginga- og mannvirkjagreinar, kynnti mest sóttu námskeiðin og benti á skort á aðstöðu fyrir verklega kennslu.

Sigurður Svavar Indriðason, bílgreinar, fjallaði um hraðar tæknibreytingar og vaxandi þörf fyrir fræðslu um rafbíla, kælimiðla, ADAS-kerfi o.fl.

Myndband og reynslusaga frá Adami Snæ Atlasoni hjá Slippnum sýndi hvernig markviss þjálfun getur styrkt starfsfólk og stuðlað að nýsköpun í fyrirtækjum.

Í kaffistofuspjalli var rætt um skort á úrræðum fyrir 20+ nemendur sem áberandi áskorun. Í spjallinu, sem Harpa Björg Guðfinnsdóttir, deildarstjóri Þróunar þekkingar hjá Iðunni, opnaði með samantekt úr spurningakönnun meðal fundargesta. Í umræðunum tóku þátt: Andri Ólafsson, flokksstjóri hjá Slippnum, Arnþór Örlygsson, verkstjóri hjá Kraftbílum, Ármann Ketilsson, formaður MBN – Meistarafélags Byggingamanna á Norðurlandi og framkvæmdastjóri og húsasmíðameistari hjá ÁK smíði, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur hjá SI, og Unnur Ása Atladóttir, sviðsstjóri verknámsbrauta VMA. Í kaffistofuspjallinu kom fram að mjög erfitt hafi reynst fyrir einstaklinga að komast inn í grunnnám í iðngreinum. Fundargestir nefndu fjölmörg dæmi þar sem fólk, 20 ára og eldra, fær hafnanir þrátt fyrir mikinn áhuga og skýra þörf atvinnulífsins fyrir faglært starfsfólk. Einnig kom fram að þessi áskorun sé víðtæk um allt land. Sérstaklega var bent á að skortur væri á raunhæfum úrræðum fyrir einstaklinga 20 ára og eldri sem vilja hefja nám í iðngreinum, en fá synjun vegna takmarkaðra nemendaígilda og fjármögnunar.

Í umræðunum var einnig bent á að framhaldsskólakerfið hafi ekki vaxið í takt við fólksfjölgun landsins. Árið 2007 voru yfir 27.000 nemendur í framhaldsskólakerfinu og í dag eru þeir yfir 24.000, þrátt fyrir að íbúum hafi afjölgað um um 90.000 á sama tímabili. Niðurstaðan sé sú að færri pláss eru í boði miðað við íbúafjölda og meðalaldur í iðnnámi hefur lækkað. Þrátt fyrir skort á faglærðu starfsfólki eru margir tilbúnir nemendur sendir heim án þess að fá raunverulegt tækifæri til að hefja grunnmenntun sína. Fundargestir voru sammála um að þessi staða hamli bæði fyrirtækjum sem glíma við manneklu og einstaklingum sem vilja byggja upp starfsferil í iðnaði. En almennt var umræðan jákvæð um sí- og endurmenntun sem Iðan fræðslusetur er að bjóða upp á. Jafnframt kom fram að Ísland standi vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar sí- og endurmenntun, en að efla þurfi nemendapláss í iðnnámi, styðja við sveigjanlegar leiðir inn í námið og virkja raunfærnimat enn betur fyrir fólk með starfsreynslu.

2_1764160247600

RS2681_Idan_Akureyri11192025-174

RS2730_Idan_Akureyri11192025-77

RS2593_Idan_Akureyri11192025-121

RS2589_Idan_Akureyri11192025-117

RS2638_Idan_Akureyri11192025-215

RS2674_Idan_Akureyri11192025-168

RS2702_Idan_Akureyri11192025-153

RS2673_Idan_Akureyri11192025-185

RS2778_Idan_Akureyri11192025-41