Fréttasafn



21. sep. 2023 Almennar fréttir Félag íslenskra gullsmiða Iðnaður og hugverk

Fjölmennur fundur Félags íslenskra gullsmiða

Félag íslenskra gullsmiða, FÍG, hélt fjölmennan félagsfund í Húsi atvinnulífsins í vikunni. Á fundinum voru nýir félagsmenn sem eru 12 talsins boðnir velkomnir í félagið. 

Á fundinum var einnig kynnt metnaðarfullri dagskrá fyrir komandi 100 ára afmælisár félagsins sem verður 2024. Halla Bogadóttir sem fer fyrir sýningarnefnd félagsins fór yfir dvöl sína í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og kynnti fyrir fundargestum störf nefndarinnar sem nú þegar hefur hafið undirbúning fyrir afmælisárið. Á fundinum kom fram að stefnt sé að því að halda sýningar og aðra viðburði á afmælisárinu sem verður auglýst síðar. 

3_1695305809918Arna Arnardóttir, formaður FÍG, kynnti dagskrá fundarins.

2_1695305720939

5_1695305738257Halla Bogadóttir kynnti áformaða viðburði á afmælisárinu.

6_1695305769235Nýir félagsmenn sem gengið hafa í Félag íslenskra gullsmiða.