Fréttasafn



30. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fjölmennur fundur um ábyrgðir í mannvirkjagerð

Fjölmennt var á fundi Samtaka iðnaðarins sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins í morgun um ábyrgðir í mannvirkjagerð. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, var fundarstjóri og Ingibjörg Halldórsdóttir, héraðsdómslögmaður, flutti erindi. Ingibjörg fór yfir ábyrgð og lögbundið hlutverk byggingarstjóra, iðnmeista og hönnuða. Auk þess fjallaði hún um skaðabótaábyrgð vinnuveitenda, starfsábyrgðartryggingar og tímalengd ábyrgða. 

Á fundinum voru afhentar nýjar útgáfur Samtaka iðnaðarins, Hver ber ábyrgð á mannvirkinu?, sem byggja á minnisblaði sem Ingibjörg gerði fyrir samtökin um ábyrgðir. Þeir félagsmenn SI sem vilja fá eintök af útgáfunum geta haft samband í gegnum netfangið mottaka@si.is

Á næstu vikum verða sambærilegir fundir haldnir á eftirtöldum stöðum um landið: 

Selfoss - 5. nóvember kl. 17.00 á Hótel Selfossi

Akureyri - 6. nóvember kl. 17.00 á Hótel KEA

Ísafjörður - 12. nóvember kl. 17.00 á Vestfjarðastofu

Egilsstaðir - 14. nóvember kl. 17.00 á Hótel Héraði

Reykjanes - auglýst síðar

Vesturland - auglýst síðar 

Fundur-30-10-2019-4-

Fundur-30-10-2019-2-

Fundur-10-09-2019-6-

Fundur-30-10-2019-5-

Fundur-10-09-2019-5-

Fundur-30-10-2019-3-