Fréttasafn9. des. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Fjölmennur fundur um gæðastjórnun í byggingariðnaði

Fjölmennt var á fræðslu- og umræðufund um gæðastjórnun í byggingariðnaði sem var haldinn í húsakynnum Iðunnar í Vatnagörðum 20 í gær þegar hátt í 100 manns sátu fundinn, bæði á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samvinnu hóps gæðastjóra innan Samtaka iðnaðarins og Iðunnar fræðsluseturs. Yfirskrift fundarins var virkniúttekt gæðakerfa/skjalavistunarkerfa.

Fundarstjóri var Guðrún Ólafsdóttir, gæða- og öryggisstjóri Bygg. Að kynningum loknum sköpuðust góðar umræður. 

Eftirfarandi erindi voru flutt á fundinum: 

  1. Hvernig gengur og hvernig er staðan? - Jónas Þórðarson, HMS.
  2. Hvernig er úttektin undirbúin - Eyjólfur Bjarnason gæða- og öryggisstjóri hjá Arnarhvoli.
  3. Reynsla af framkvæmd úttekta - Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi.
  4. 4. ISO 9001 gæðakerfi - Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

Um var að ræða fyrsta fund af fjórum sem haldnir verða á næstu mánuðum. Næsti fundur verður haldinn 19. janúar. 

20221208_083424Jónas Þórðarson hjá HMS.

20221208_084216Eyjólfur Bjarnason gæða- og öryggisstjóri hjá Arnarhvoli.

20221208_090733Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

20221208_085324Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi. 

20221208_083252Guðrún Ólafsdóttir, gæða- og öryggisstjóri Bygg.