Fréttasafn22. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Fjölmennur fundur um kapphlaup að kolefnishlutleysi

Fjölmennt var á opnum fundi um kapphlaup að kolefnishlutleysi sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. Að fundinum stóð breska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við Bresk-íslenska viðskiptaráðið, Reykjavíkurborg, Grænvang, Samtök iðnaðarins og Festu. Fundinum var einnig streymt beint og er hægt að nálgast upptökuna hér

Fundurinn var haldinn í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 en „Kapphlaup að kolefnishlutleysi“ eða „Race to Zero“ er alþjóðlegt átak sem hefur að markmiði að styðja fyrirtæki, borgir, fjárfesta og aðra til þess að tryggja sjálfbæra framtíð til að ná fram samræmdum markmiðum um kolefnishlutleysi. 

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugerkasviðs SI, var fundarstjóri og kom meðal annars fram í máli hennar að loftslagsvandinn væri gríðarleg áskorun fyrir heimsbyggðina en á sama tíma felist í honum tækifæri fyrir Íslendinga. Þörfin á stóraukinni framleiðslu á endurnýjanlegri orku á heimsvísu skapi mikið tækifæri. Ásamt því séu orkuskipti, nýsköpun og tækniþróun svarið við þessari miklu áskorun og á þeim sviðum hafi Íslendingar margt fram að færa. Hún sagði að ef rétt væri á málum haldið og ríki, sveitarfélög og atvinnulíf taki höndum saman og skapi hagfelld skilyrði til orkuskipta og hvetjandi skilyrði til nýsköpunar þá náist árangur.

Í erindunum sem flutt voru á fundinum endurspeglaðist mikilvægi þess að leiða saman ólíka hópa samfélagsins til að taka skrefið fram á við í baráttunni við loftslagsvandann þar sem allir geti lagt sitt af mörkum, jafnt ríki, atvinnulíf og almenningur.

Þátttakendur í dagskrá voru Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, Catherine Westoby, Engagement leads, BEIS, Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Carolina Passos, Head of Design Management MACE Group, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur VSÓ, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.

Myndir/Birgir Ísleifur.

Si_kolefniskapphlaup-1Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugerkasviðs SI.

Si_kolefniskapphlaup-5Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.

Si_kolefniskapphlaup-9Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Si_kolefniskapphlaup-12Catherine Westoby, Engagement leads, BEIS.

Si_kolefniskapphlaup-19Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Si_kolefniskapphlaup-21Carolina Passos, Head of Design Management MACE Group.

Si_kolefniskapphlaup-25Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur VSÓ.

Si_kolefniskapphlaup-31Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Si_kolefniskapphlaup-35Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.

Si_kolefniskapphlaup-13

Si_kolefniskapphlaup-2_1634898016044

Si_kolefniskapphlaup-10

Si_kolefniskapphlaup-8

Si_kolefniskapphlaup-4

Si_kolefniskapphlaup-20

Si_kolefniskapphlaup-18

Si_kolefniskapphlaup-22

Si_kolefniskapphlaup-24

Si_kolefniskapphlaup-26

Si_kolefniskapphlaup-30

Si_kolefniskapphlaup-32

Si_kolefniskapphlaup-34

Si_kolefniskapphlaup-36

Si_kolefniskapphlaup-37

Si_kolefniskapphlaup-39

Si_kolefniskapphlaup-40

Si_kolefniskapphlaup-41

Si_kolefniskapphlaup-42

Si_kolefniskapphlaup-43

Si_kolefniskapphlaup-44

Si_kolefniskapphlaup-45

Si_kolefniskapphlaup-46

Si_kolefniskapphlaup-47