Fréttasafn



14. maí 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Fjölmennur fundur um mikilvægi vörumerkja í nýsköpun

Fjölmennt var á fundi Hugverkastofunnar sem haldinn var í samstarfi við Samtök iðnaðarins og ÍMARK í Nýsköpunarvikunni þar sem rætt var um mikilvægi vörumerkja og hugverkaréttar fyrir vöxt nýsköpunarfyrirtækja. Þar deildu íslenskir frumkvöðlar reynslu sinni af mikilvægi vörumerkjaímyndar, hugverkaréttinda og langtímastefnu. Rætt var meðal annars um hvernig ímynd og skráning vörumerkja styður við vöxt, hvers vegna mikilvægt er að tryggja réttindi snemma og hvað þarf til að byggja upp vörumerki sem sker sig úr – bæði á Íslandi og erlendis. Á fundinum kom fram að í heimi nýsköpunar væri öflugt vörumerki meira en markaðstæki – það væri samkeppnisforskot. Vel skilgreind vörumerkjaímynd, studd af skráðum réttindum, geri fyrirtækjum kleift að stækka, laða að fjárfestingu og hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Á fundinum var varpað fram þeirri spurningu hvernig frumkvöðlar breyta hugmyndum sínum í raunveruleg verðmæti. 

Kynnir var Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK, setti fundinn. Erindi fluttu Sigurður Þorsteinsson, yfirhönnuður og nýsköpunarstjóri Bláa lónsins, Eyrún Jónsdóttir, útgáfustjóri CCP, Egill Gauti Þorkelsson, markaðsstjóri Eimverks, Unnur Ársælsdóttir, semsér um vöxt og markaðsmál hjá Smitten, Hólmfríður Kristín Árnadóttir, markaðsstjóri Vaxa. Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, tók saman efni fundarins í lokin. 

Hægt er að nálgast fleiri myndir á Facebook SI

Myndir/HAG

_DSC6115Sigurður Þorsteinsson hjá Bláa lóninu.

_DSC6268Egill Gauti Þorkelsson hjá Eimverk.

_DSC6297Unnur Ársælsdóttir hjá Smitten.

DSC_2223Eyrún Jónsdóttir hjá CCP.

_DSC6343Hólmfríður Kristín Árnadóttir hjá Vaxa.

_DSC6381Erla Tinna Stefánsdóttir hjá SI.

DSC_2099Katrín M. Guðjónsdóttir hjá ÍMARK.

DSC_2219Eiríkur Sigurðsson hjá Hugverkastofu.

_DSC6139

DSC_2192

DSC_2161