Fréttasafn



29. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fjölmennur fundur um rafbílahleðslu

Fjölmennt var á fundi um rafbílahleðslu sem Félag löggiltra rafverktaka, Samtök rafverktaka, Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í hádeginu í dag í húsnæði Rafmenntar í Stórhöfða 27.

Á fundinum ræddi Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs MVS, um hvað ber að hafa í huga við hleðslu rafbíla, Böðvar Tómasson, verkfræðingur, fór yfir leiðbeiningar um rafbílahleðslu, og Þórður Aðalsteinsson, sölustjóri Hleðslu, ræddi um álagsstýringu í fjölbýlishúsum. Í lok fundar voru fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins, þeir Einar Bergmann Sveinsson og Vernharð Guðnason, sem tóku á móti fyrirspurnum fundargesta.

Á mbl.is er frétt um fundinn.

Fundur-29-05-2019-5-

Fundur-29-05-2019-6-

Fundur-29-05-2019-3-

Fundur-29-05-2019-1-

Fundur-29-05-2019-2-