Fréttasafn7. sep. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun Orka og umhverfi

Fjórar framúrskarandi plastlausar lausnir í úrslitum Bláskeljar

Bláskelin, viðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn, verður afhent í beinni útsendingu á Facebooksíðu Umhverfisstofnunar á morgun 8. september kl. 13.00. 

Tilnefningar voru 16 og í úrslitum eru eftirtaldir aðilar:

  • Bioplastic Skin eru hverfisvænar umbúðir úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum.
  • Krónan hefur unnið markvisst að því að draga úr magni plasts sem fellur til í verslunum og auka endurvinnslu.
  • Matarbúðin Nándin er plastlaus matarbúð sem endurnýtir glerið sem selt er í búðinni.
  • Plastplan sérhæfir sig í plastendurvinnslu, hönnun og fræðslu.

Dagskrá á viðburðinum á morgun: 

• Opnunarávarp – Hildur Harðardóttir og Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun

• Ávarp dómnefndar – Sigríður Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins

• Afhending Bláskeljar – Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

• Myndband um sigurlausnina

• Plastlaus september – Heiður Magný Herbertsdóttir, formaður samtakanna Plastlaus september

Dómnefndina skipa Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins og Sævar Þór Halldórsson í framkvæmdahópi Plastlauss september. 

Nánar á vef Umhverfisstofnunar.