Fréttasafn



26. feb. 2018 Almennar fréttir

Fjórir ráðherrar í umræðum á Iðnþingi 2018

Fjórir ráðherrar munu taka þátt í umræðum á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem fer fram í Silfurberg í Hörpu fimmtudaginn 8. mars kl. 13.30-17.00. Hér er hægt að skrá sig á þingið. 

Ísland í fremstu röð, eflum samkeppnishæfnina er yfirskrift Iðnþings að þessu sinni. Samkeppnishæfni ríkja breytist stöðugt og því er stefnumótun mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Með skýrri sýn og eftirfylgni má vinna að raunverulegum umbótum í samfélaginu og efla samkeppnishæfni Íslands. Þannig er lagður grunnur að auknum lífsgæðum landsmanna. 

Dagskrá

Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Ávarp formanns SI

  • Guðrún Hafsteinsdóttir

Virkjum tækifærin

  • Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi
  • Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og forstjóri Tagplay
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra
  • Ólöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
  • Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV

Menntakerfið er ekki eyland

  • Finnur Oddsson, forstjóri Origo
  • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Leitin að stöðugleika

  • Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
  • Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
  • Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákns

Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Auglysing-rett-dagskra