Fréttasafn24. nóv. 2022 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki

Fjórir sveinar útskrifast í húsgagnasmíði

Sveinsbréf í húsgagnasmíði voru afhent í vikunni á Hilton Reykjavík Nordica en að þessu sinni voru fjórir sveinar sem útskrifuðust. Jónas Kristinn Árnason, eigandi Miðás/Brúnás, var fulltrúi Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda við útskriftina og afhendi hann nýsveinunum blóm með hamingjuóskum með áfangann. Nemarnir sem útskrifuðust eru Adolf Wendel, Gunnar Ágúst Gunnarsson, Íris Dögg Asare Helgadóttir og Teitur Björgvinsson.

Sveinsbref-november-2022_1

Sveinsbref-november-2022_3