Fréttasafn



1. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið

Formaður Málarameistarafélagsins endurkjörinn

Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins, var endurkjörinn á rafrænum aðalfundi félagsins sem var haldinn fyrir skömmu en formaður er kosinn til eins árs í senn. Á fundinum flutti formaður skýrslu um störf stjórnar. Að því loknu voru reikningar félagsins kynntir, og samþykktir. Einnig var fjárhagsáætlun kynnt og tekin ákvörðun um óbreytt félagsgjald. Góðar umræður urðu á aðalfundinum.  

Í ár voru þrír stjórnarmenn í kjöri, formaður og tveir meðstjórnendur. Auk Más sem var endurkjörinn formaður var Kolbeinn Hreinsson endurkjörinn meðstjórnandi. Erlendur Eiríksson var kosinn meðstjórnandi í stað Svans Þórs Egilssonar sem gaf ekki kost á sér. Formaður þakkaði Svani sérstaklega fyrir hans framlag til félagsins og óskaði Erlendi til hamingju með kjörið.

Stjórn félagsins er þannig skipuð: Már Guðmundsson, formaður, Finnbogi Þorsteinsson og Gísli Guðmundsson meðstjórnendur en verða í kjöri á næsta aðalfundi, Kolbein Hreinsson og Erlendur Eiríksson voru kosnir til tveggja ára á þessum aðalfundi.

Mar-Gudmundsson

Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins.

Adalfundur-2020-2-