Fréttasafn4. des. 2020 Almennar fréttir Félag húsgagnabólstrara Iðnaður og hugverk

Formaður Meistarafélags bólstrara endurkjörinn

Formaður Meistarafélags bólstrara, Ásgrímur Þór Ásgrímsson var endurkjörinn á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar um störf félagsins á starfsárinu 2019 ásamt því að gjaldkeri félagsins, Ásgeir Norðdahl Ólafsson, fór yfir ársreikning félagsins.

Breyting varð á stjórn félagsins en í henni sitja auk Ásgríms, Ásgeir Norðdahl Ólafsson, gjaldkeri og Birgir Karlsson, ritari. Loftur Þór Pétursson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetur og voru honum færðar þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins á undanförnum árum.

Á myndinni hér fyrir ofan er formaður félagsins Ásgrímur Þór Ásgrímsson.