Fréttasafn25. nóv. 2022 Almennar fréttir

Formaður og framkvæmdastjóri SI á aðalfundi Business Europe

Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sóttu aðalfund Business Europe í Stokkhólmi í dag. Um áramótin tekur Svíþjóð við formennsku í Evrópuráðinu. Á fundinum var meðal annars rætt um samkeppnishæfni Evrópu og leiðir til þess að efla hana, orkumál og þörf á aukinni öflun raforku í álfunni, stríðsátök í Úkraínu og afleiðingar þess, einföldun regluverks, græna iðnbyltingu, nýsköpun og stafræna byltingu og vöxt. Gestir fundarins voru Jessika Roswall, ráðherra evrópumála í Svíþjóð, og Thierre Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins.

Fundurinn samþykkti og sendi út yfirlýsingu til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem hvatt er til aðgerða sem efla iðnað í álfunni. Hvatt er til aðgerða í orkumálum, bæði til skemmri og lengri tíma, meðal annars með einföldun regluverks til að liðka fyrir uppbyggingu. Hvatt er til einföldunar regluverks í þágu aukinnar samkeppnishæfni þannig að fyrirtæki fái andrými til starfa í afar krefjandi aðstæðum. Hvatt er til umbóta á umgjörð innri markaðar ESB og EES. 

Þá er Evrópusambandið hvatt til þess að fjölga fríverslunarsamningum og vera kyndilberi alþjóðaviðskipta. Jafnframt er skorað á ESB að greiða götu fjórðu iðnbyltingarinnar, ekki síst varðandi meðhöndlun gagna og á sviði gervigreindar. Að lokum er áhersla á aukna nýsköpun með því að hvetja til fjárfestinga í rannsóknum og þróun og að fjölga sérfræðingum í álfunni.

Hér er hægt að nálgast yfirlýsinguna í heild sinni.

Fundur-25-11-2022-i-StokkholmiÁrni Sigurjónsson, formaður SI, og Fredrik Persson, formaður Business Europe. 

Stokkholmur-25-11-2022Thierre Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins, ávarpar fundinn í Stokkhólmi. 

Stokkholmur-25-11-2022_2Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.