Fréttasafn2. júl. 2019 Almennar fréttir Hugverk

Formaður Samtaka gagnavera endurkjörinn

Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður hjá Advania Data Centers, var endurkjörinn formaður Samtaka gagnavera, DCI, á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Samtök gagnavera eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. Dominic Ward, fjármálastjóri Verne Global og Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, voru jafnframt endurkjörnir sem stjórnarmenn. Samtök gagnavera vinna að stefnu og hagsmunum rekstraraðila gagnavera hér á landi en samtökin hafa meðal annars beitt sér í raforkumálum og gagnatengingamálum en á því sviði hefur mikilvægum áföngum verið náð á undanförnum mánuðum. Önnur áherslumál eru samkeppnishæft lagaumhverfi og starfsskilyrði almennt sem og að byggja upp ímynd Íslands sem ákjósanlegt land til varðveislu gagna og reksturs gagnavera.