Fréttasafn



16. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Formaður SI heimsótti félagsmenn á Akureyri

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, heimsótti nokkra af félagsmönnum SI á Akureyri sem starfa í mannvirkjageiranum. Í heimsókn sinni til Trétaks skoðaði Guðrún nýjar íbúðír í Hagahverfi á Akureyri sem fyrirtækið er með í smíðum. Í samtali hennar við forsvarsmenn fyrirtækisins kom fram að töluverður verðmunur er á nýjum íbúðum á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en dæmi eru um 46 fm íbúðir sem eru til sölu á 20 milljónir króna og 65 fm íbúðir á ríflega 24 milljónir króna. Ástæðu verðmunarins segja forsvarsmenn Trétaks vera lægra lóðaverð á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu og það skili sér til kaupenda auk þess sem lögð sé áhersla á gott skipulag í allri framleiðslunni til að ná fram góðri framleiðni. Á myndinni hér fyrir ofan er Guðrún ásamt Jóhanni Þórðarsyni húsasmíðameistara og eiganda Trétaks.


AK-smidi-Heimsokn-13-04-2018
Guðrún heimsótti einnig ÁK smíði. Fyrirtækið einbeitir sér meira að viðhaldsverkum frekar en nýframkvæmdum og er með meistara í vinnu í nánast öllum byggingariðngreinum og iðnsveinar eru starfandi í öllum iðngreinum sem fyrirtækið býður þjónustu í. ÁK smíði er með 10 nema á samningi og leggjur því áherslu á mikilvægi nýliðunar í byggingariðnaði. ÁK smíði var stofnað 2004 og starfa Hjá félaginu starfa yfir 30 manns við ýmsar greinar byggingariðnaðarins. Við sjáum um húsbyggingar, þakviðgerðir, parketslípun og margt fleira. Á myndinni eru auk Guðrúnar, Ármann Ketilsson og Finnur R. Jóhannesson sem eru meðal eigenda.


SS-Byggir-Heimsokn-13-04-2018
Þá heimsótti Guðrún SS Byggir sem var stofnað 1978. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns auk fjölda undirverktaka. Á fyrstu árum starfseminnar voru byggð nokkur einbýlishús og raðhús en eftir 1990 og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið komið að stærri framkvæmdum eins og byggingu skóla, sjúkrahúsa, íþróttahúsa og skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. Umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist og hafa þessar stóru framkvæmdir kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun. Á myndinni eru með Guðrúnu, hjónin Sigurður Sigurðsson og Hólmfríður D. Kristjánsdóttir.