Fréttasafn23. jún. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Formenn nýrra starfsgreinahópa innan SI boðnir velkomnir

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins stóð fyrir fundi í vikunni þar sem formenn nýrra starfsgreinahópa innan samtakanna voru boðnir velkomnir. Formennirnir eru eftirtaldir:

  • Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara
  • Kristján Aðalsteinsson, formaður Málarameistarafélagsins
  • Marinó Hákonarson, formaður starfsgreinahóps fyrirtækja í mannvirkjagerð á Vestfjörðum
  • Hrafnkell Guðjónsson, formaður starfsgreinahóps fyrirtækja í mannvirkjagerð á Austfjörðum
  • Bjarni Ólafur Marinósson, formaður Meistarafélags byggingarmanna í Vestmannaeyjum.

Á fundinum fór Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, yfir stöðuna á vinnu við uppfærslu á iðnlöggjöfinni og Ólafur Jónsson kynnti Nemastofu atvinnulífsins.

Juni-2022_3_1655994699354

Juni-2022_1_1655994730410