Fréttasafn



5. apr. 2018 Almennar fréttir

Forsendur nýrrar fjármálaáætlunar eru hæpnar

Í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar var rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áfram er gert ráð fyrir að afgangur af fjárlögum verður 1% af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær, það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.

Í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann, segir Sigurður að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. „Það er ansi lítið eins og við bentum á umsögn okkar við fjármálastefnuna, og ekki nóg með það að þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er auðvitað gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem að óljóst er hvort muni standast. Allavega ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið eftir sögulega séð. Við erum að horfa upp á það að það eru bestu mögulegu aðstæður og það verði gert ráð fyrir þeim næstu 5 árin.“

Hér er hægt að hlusta á fréttina í heild sinni.