Fréttasafn



5. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Forskráning hafin á Verk og vit 2020

Sýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.

Þeim sýnendum sem tóku þátt í Verki og viti 2018 ásamt félagsmönnum Samtaka iðnaðarins er boðið að forskrá sig á Verk og vit 2020 áður en sýningin fer í almenna kynningu og sölu. Forskráningu lýkur 23. september næstkomandi. Þeir sem skrá sig fyrir þann tíma frá 10% afslátt af fermetraverði á sýningarrými.

Hér geta félagsmenn SI forskráð sig.

Ánægja meðal sýnenda

Um 94% sýnenda sögðust ánægð með sýninguna Verk og vit 2018 í viðhorfskönnun meðal sýnenda. Þar kom einnig fram að allir sýnendur telja grundvöll fyrir því að Verk og vit verði haldin aftur. Aðsóknarmet var slegið á Verk og vit 2018 en um 25.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þar sem um 110 sýnendur tóku þátt og kynntu vörur sínar og þjónustu.