Fréttasafn



27. apr. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Forstjóri Steypustöðvarinnar formaður Framleiðsluráðs SI

Nýtt Framleiðsluráð Samtaka iðnaðarins var skipað á ársfundi ráðsins sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica 26. apríl. Formaður ráðsins er Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar​. Aðrir í ráðinu eru Einar Sveinn Ólafsson, Ískalk, Sigurður Gunnarsson, Ístex, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet Oddi, Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál, Andri Daði Aðalsteinsson, Límtré-Vírnet, og Reynir Bragason, Össur.

Björni Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar: „Það er með mikilli ánægju sem ég tek að mér formennsku í Framleiðsluráði SI. Það reynir mikið á íslenskan framleiðsluiðnað nú þegar efnahagslífið er að taka við sér að nýju að loknum heimsfaraldri þó það séu blikur á lofti vegna stríðsátaka í Evrópu. Þetta er umfangsmikil atvinnugrein þar sem starfa um 17.600 manns sem er um 8% af heildarfjölda starfandi í hagkerfinu. Velta framleiðsluiðnaðar á Íslandi er 830 milljarðar króna. Það er jákvætt að viðsnúningur er að verða í framleiðsluiðnaði hér á landi líkt og í öðrum ríkjum. Eftirspurnin er að aukast en á sama tíma eru miklar áskoranir sem felast meðal annars í hækkun á verði hrávara og flutninga.“

Vísir, 26. apríl 2022.