Fréttasafn



30. ágú. 2022 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Forsvarsfólk norrænna iðntæknifyrirtækja fundar

Formenn og framkvæmdastjórar samtaka iðntæknifyrirtækja á Norðurlöndunum ásamt hagfræðingum og lögfræðingum samtakanna funduðu dagana 25.-27. ágúst á Íslandi, nánar tiltekið í Hveragerði. Slíkur fundur er haldinn árlega en fimmta hvert ár á Íslandi. Samtökin sem taka þátt í fundinum auk Samtaka iðnaðarins eru Dansk Industri, Norsk Industri, Teknikföretagen og Teknologiateollisuus. 

Á fundinum var farið yfir skýrslur landanna fimm þar sem fjallað var um stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsmála og starfsumhverfi iðntæknifyrirtækja. Þá var Norsk Industri með kynningu á virkjun úthafsvinds á Norðurlöndunum þar sem horft var til helstu tækifæra og áskorana. Einnig fóru fram pallborðsumræður um áhrif stríðsins í Úkraínu á aðfangakeðjuna og hvata hins opinbera í orkuskiptum.

Helgi Guðjónsson, formaður Málms - Samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíði, flutti erindi á fundinum um áskoranir í aðfangakeðjunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ávörpuðu fundinn. Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur hjá SI, flutti erindi um stöðu efnahagsmála. Hér er hægt að nálgast glærur Úlfars. Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins flutti erindi um stöðuna á vinnumarkaðnum. Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, hafði umsjón með skipulagningu fundarins sem fór fram í Skyrgerðinni í Hveragerði. 

Erlendu gestirnir heimsóttu meðal annars Hveragarðinn í Hveragerði, Skyrland á Selfossi og The Secret Lagoon hjá Flúðum.  

Mynd7

Mynd8

Mynd16Helgi Guðjónsson, formaður Málms - Samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíði.

Mynd3Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Mynd5Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Mynd10Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur hjá SI.

Mynd9

Mynd6

Mynd12Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. 

Mynd13

Mynd14

Mynd15

Mynd2

Mynd17