Fréttasafn9. maí 2017 Almennar fréttir Gæðastjórnun Mannvirki

Fossraf fær D-vottun SI

Fossraf ehf. er komið með D- vottun SI og gildir vottunin til 3. maí 2018. Fossraf er rafverktakafyrirtæki á Selfossi og má rekja rekstur þess aftur til ársins 1987. Starfsemin er á öllum sviðum sem snýr að raflögnum og öryggiskerfum. Starfsmenn eru um 10 talsins. Eigendur eru raffræðingarnir Birkir Pálsson og Haraldur Sigurmundsson.

Ásbjörn R. Jóhannesson, viðskiptastjóri rafiðnaðar SI, afhenti Birki Pálssyni vottunina.