Fréttasafn23. nóv. 2017 Almennar fréttir Menntun

Fræðsla um samningagerð hjá Litla Íslandi

Fjórði fundurinn í fræðslufundaröð Litla Íslands fjallar um samningagerð. Fundurinn fer fram á morgun föstudaginn 24. nóvember í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 kl. 9-10. Í fræðslufundaröð Litla Íslands er sjónum beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Inga-bjorg-hjaltadottir-fyri-rvefÁ fundinum fjallar Inga Björg Hjaltadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjáAttentus, um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar. Rætt verður m.a. um ráðningarsamninga, hluthafasamkomulag, leigusamninga, samninga við birgja og viðskiptavini. 

Hér er hægt að skrá sig.

 

 

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands - www.litlaisland.is 

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)

Á vef Litla Íslands er hægt að nálgast glærurnar frá fundinum.