Fréttasafn31. mar. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fræðsludagskrá um bandarískan markað fyrir íslensk fyrirtæki

Íslandsstofa í samvinnu við Business Sweden og Nordic Innovation House býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í fræðsludagskrá Nordic Food sem hefst í apríl og er ætluð norrænum matvælafyrirtækjum sem hafa áhuga á bandaríska markaðinum. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Dagskráin felst í mánaðarlegum vefkynningum um ákveðið málefni sem tengist því að koma matvöru á markað í Bandaríkjunum. Í kjölfar hverrar kynningar býðst völdum fyrirtækjum tækifæri til að eiga fundi með dreifingaraðilum, fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða annað sem við á, allt eftir umfjöllunarefni. Samhliða fer fram fræðsla sem snýr að tækifærum í bandarískri vefverslun. Sú dagskrá hentar öllum sem hafa áhuga á þessum markaði, jafnt matvælaframleiðendum sem öðrum.

Á vef Íslandsstofu er hægt að nálgast frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Kristinn Björnsson, kristinn@islandsstofa.is, fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Nordic Food.