Fréttasafn



1. nóv. 2017 Almennar fréttir

Fræðslufundaröð fyrir lítil fyrirtæki að hefjast í vikunni

Fræðslufundaröð Litla Íslands er að hefjast í vikunni en efnt verður til sex opinna funda þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Á fyrsta fundinum sem haldinn verður næstkomandi föstudag 3. nóvember kl. 9-12 mun Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, fjalla um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum.

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF).

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna saman þvert á atvinnugreinum. Að Litla Íslandi standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök ferðaþjónustunnar.