30. jan. 2018 Almennar fréttir

Fræðslufundir um starfsmannamál og kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins bjóða starfsfólki aðildarfyrirtækja SA upp á þrjá fræðslufundi í febrúar og mars um starfsmannamál og kjarasamninga. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 8.30-11. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna sem gagnast öllum sem koma að starfsmanna- og launamálum fyrirtækja.

Fræðslunni er skipt upp í þrjá hluta og geta þátttakendur skráð sig í þá alla eða staka. Hver hluti tekur tvær og hálfa klukkustund og gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna. Farið verður yfir raunhæf ágreiningsefni og niðurstöður dómstóla þar sem við á. Fyrsti fræðslufundurinn verður 8. febrúar, annar verður 16. febrúar og þriðji og síðasti verður 1. mars.

Skráning á fundina er á vef SA.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.