Fréttasafn



15. okt. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Fræðslufundur SI um verktakarétt

Samtök iðnaðarins standa fyrir rafrænum fræðslufundi fyrir félagsmenn SI um verktakarétt þriðjudaginn 19. október kl. 9.00-10.00. Erindi á fundinum flytja Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.

Dagskrá

  • Gildi munnlegra samninga - Dómaumfjöllun: 1. Munnlegur samningur sem byggir á kostnaðaráætlun 2. Samningur byggir á tilkynningu til byggingarfulltrúa og eðli starfa 3. Gildi munnlegs samnings sannað með tímaskýrslu og verkdagbók
  • Meistarauppáskriftir - Hvaða þýðingu hefur uppáskrift? Er kominn á bindandi samningur á milli aðila eða er kominn á „forkaupsréttur“ á að bjóða í verkhlutann þegar að honum kemur?
  • Umræður

Hér er hægt að skrá sig. Þau sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn.