Fræðslufundur um framkvæmdir fyrir fasteignaeigendur
Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins standa að fræðslufundi fyrir fasteignaeigendur sem
eru að huga að framkvæmdum fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30 til 12.00 í Húsi atvinnulífsins að
Borgartúni 35. Á fundinum verður farið yfir réttan undirbúning og þau rauðu flögg sem ber að
varast í framkvæmdum. Fundinum er streymt.
Skráning: https://huso.is/event/framkvaemdir-fasteignaeigenda/
Dagskrá
- Fundarstjórn - Elísa Arnarsdóttir
- Ákvarðanataka fjöleignarhúsa - Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Húseigendafélaginu
- Rafmagnsöryggi á heimilum - Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Brunavarnir á heimilum - Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Eftirlit með fagaðilum í mannvirkjagerð - Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Eftirlit með byggingarvörum - Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Ráðleggingar fagmanna og góður undirbúningur - Bjartmar Steinn Guðjónsson og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjórar hjá Samtök iðnaðarins
- Umræður og spurningar
Hér er hægt að nálgast streymi fundarins: