Fréttasafn



7. apr. 2022 Almennar fréttir Mannvirki

Fræðslufundur um framkvæmdir fyrir fasteignaeigendur

Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins standa að fræðslufundi fyrir fasteignaeigendur sem
eru að huga að framkvæmdum fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30 til 12.00 í Húsi atvinnulífsins að
Borgartúni 35
. Á fundinum verður farið yfir réttan undirbúning og þau rauðu flögg sem ber að
varast í framkvæmdum. Fundinum er streymt.

Skráning: https://huso.is/event/framkvaemdir-fasteignaeigenda/

Dagskrá

  • Fundarstjórn - Elísa Arnarsdóttir
  • Ákvarðanataka fjöleignarhúsa - Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Húseigendafélaginu
  • Rafmagnsöryggi á heimilum - Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Brunavarnir á heimilum - Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Eftirlit með fagaðilum í mannvirkjagerð - Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Eftirlit með byggingarvörum - Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Ráðleggingar fagmanna og góður undirbúningur - Bjartmar Steinn Guðjónsson og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjórar hjá Samtök iðnaðarins
  • Umræður og spurningar

Hér er hægt að nálgast streymi fundarins:

https://vimeo.com/696477682

 

 

Auglysing_loka_1648745561777