Fréttasafn17. nóv. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fræðslufundur um höfundarrétt

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir áhugaverðum fræðslufundi um höfundarrétt á sviði tónlistar. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, fór yfir muninn á masterrétti og höfundarrétti og hvenær þörf væri á að fá leyfi fyrir tónlist. Fjallað var um tónsetningu, Cue Sheet eða tónlistarskýrslur og hlutverk tónlistarráðgjafa í kvikmyndagerð. Að lokum fór Guðrún yfir uppkaupasamninga, samninga vegna frumsamdrar tónlistar fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleikjagerð. 

Fundinum stýrðu Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Fundur-16-11-2021