Fréttasafn



11. nóv. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fræðslufundur um höfundarrétt á sviði tónlistar

Samtök iðnaðarins standa fyrir rafrænum fræðslufundi fyrir félagsmenn um höfundarrétt á sviði tónlistar þriðjudaginn 16. nóvember kl. 9.00-10.00.

Á fundinum fer Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, yfir höfundarrétt á sviði tónlistar og hvenær þarf að fá leyfi til notkunar á tónlist. Farið verður yfir álitaefni tengd uppkaupasamningum og tónlistarskýrslum auk þess verður farið yfir hlutverk tónlistarráðgjafa sem er orðið veigameira við íslenska framleiðslu.

Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, stýra fundinum.

Þeir félagsmenn sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn.