Fréttasafn28. okt. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fræðslufundur um reglur um sölu á vöru og þjónustu

Skiptir máli við hvern er samið? er yfirskrift rafræns fræðslufundar SI sem haldin verður fyrir félagsmenn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 9-10. Erindi flytja Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.

Á fundinum verður farið yfir helstu reglur sem gilda um sölu á vöru og þjónustu og farið yfir hvort mismunandi reglur gilda eftir því við hvern er samið. Sérstaklega er litið til viðskipta við neytendur. Farið verður yfir raunhæf álitaefni sem reynt getur á, m.a. gerð kostnaðaráætlana, upplýsingaskyldu, hvenær vara er gölluð og hver ber ábyrgð á galla.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn

Þau sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn.