Fræðslufundur um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa
Rafrænn fræðslufundur Samtaka iðnaðarins og Samtaka sprotafyrirtækja um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa verður haldinn föstudaginn 10. desember kl. 9-10. Heimilt er við tilteknar aðstæður og að uppfylltum ýmsum skilyrðum að draga frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni einstaklinga hluta af fjárhæð sem varið er til kaupa á hlutabréfum (úr hlutafjáraukningu) í hlutafélögum sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra þar um. Þau skilyrði sem um ræðir snúa bæði að viðkomandi félagi sem fjárfest er í og þeim einstaklingi sem óskar eftir hlutabréfafrádrætti.
Dagskrá
- Halldór Snær Kristjánsson, stofnandi Myrkur Games, segir frá því hvernig fyrirtækið hefur nýtt sér úrræðið.
- Ásgeir Skorri Thoroddsen, verkefnastjóri og sérfræðingur hjá KPMG í lögfræðilegri ráðgjöf til nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækja, frumkvöðla og fjárfesta í nýsköpunargeiranum, mun fara yfir þau skilyrði sem hlutafélög þurfa að uppfylla og þau skilyrði sem einstaklingar sem nýta sér úrræðið þurfa að uppfylla.
- Umræður.
- Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur SI, og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, sjá um fundarstjórn.
Þau sem skrá sig fá sendan hlekk fyrir fundinn.