Fréttasafn5. nóv. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Fræðslufundur um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna

Samtök atvinnulífsins standa fyrir fræðslufundi fyrir félagsmenn um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna þriðjudaginn 9. nóvember kl. 09.00-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn verður einnig rafrænn.

Á fundinum verður m.a. fjallað um vinnutíma skv. kjarasamningum iðnaðarmanna fyrir og eftir breytingu 1. janúar 2022 og hverjir eigi rétt á vinnutímastyttingu. Farið verður yfir framkvæmd og útfærslu á styttingunni eftir ólíku vinnufyrirkomulagi auk áhrifa styttingar á greiðslu tímakaups og yfirvinnu. Spurningum verður einnig svarað.

Skráning er nauðsynleg. Hér er hægt að skrá sig.

Félagsmenn geta nálgast fræðsluefni um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna á vinnumarkaðsvef SA.