Fréttasafn17. mar. 2020 Almennar fréttir

Framboð til formanns og stjórnar Samtaka iðnaðarins

Framboðsfrestur til formanns og stjórnar SI auk fulltrúaráðs SA rann út í gær, 16. mars. Alls bárust níu framboð; tvö framboð til formanns stjórnar og sjö framboð til stjórnar. Í ár verður kosið um formann og fimm almenn stjórnarsæti.

Framboð til formanns:

  • Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel
  • Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnarformaður Límtré Vírnet og Securitas

Framboð til stjórnar:

  • Arna Arnardóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða
  • Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos
  • Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Össurar
  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International
  • Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Björnsbakarís
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
  • Vignir Steinþór Halldórsson, stjórnarformaður MótX