Fréttasafn



10. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun Nýsköpun Orka og umhverfi Starfsumhverfi

Framfarasjóður SI auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framfarasjóð SI. Umsóknarfestur er til og með 25. nóvember. Umsóknir sendist á netfangið mottaka@si.is.

Markmið Framfarasjóðs SI er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að:

  • Eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám
  • Nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði
  • Framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi

Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með haða hætti verkefnið samræmis markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram.

Á árinu 2021 voru úthlutunar út Framfarasjóði SI til eftirtaldra: 

  • Málarameistarafélagið hlýtur 1.000.000 króna styrk til þess að þýða, prenta og dreifa kynningarbæklingi sem á að tryggja að allir verkkaupar taki út vinnubrögð málara eftir samræmdum viðmiðunum.
  • Eiríkur Ástvald Magnússon og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hljóta 2.000.000 króna styrk til að greina stöðu námsgagna og kennslu varðandi rakaöryggi bygginga og greina þarfir á gerð uppfærðra námsgagna á þessu sviði fyrir íslenskar aðstæður.
  • Qair Iceland hlýtur 2.500.000 króna styrk til rannsókna á laga- og reglugerðarumhverfi á Íslandi fyrir vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu.
  • Starfsgreinahópur fyrirtækja í prentiðnaði innan Samtaka iðnaðarins hlýtur 2.500.000 króna styrk vegna fræðsluátaks um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar. Fræðsluátakið er unnið í samstarfi við evrópsku samtökin Two sides og íslenska skógfræðinga.

Auglysing-2022_loka