Fréttasafn21. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Framfarasjóður SI auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framfarasjóð SI. Umsóknarfestur er til og með 8. desember. Umsóknir sendist á netfangið mottaka@si.is.

Markmið Framfarasjóðs SI er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að:

  • Eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám
  • Nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði
  • Framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi
  • Útgáfu eða öðru kynningarefni sem styrkir ímynd iðnaðar á Íslandi.

Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með haða hætti verkefnið samræmis markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Framfarasjóð SI.

Verkefnin sem hlutu styrki úr Framfarasjóði SI 2022

Félag blikksmiðjueigenda - 5 milljóna króna styrkur til þess að gera þarfagreiningar á námi í blikksmíði og tillögur að breytingum á námskrá greinarinnar.

Félag ráðgjafaverkfræðinga og Samtök arkitektastofa - 5 milljóna króna styrkur til að vinna staðlaðar þjónustulýsingar fyrir hönnun að danskri fyrirmynd í samstarfi við Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir.

Samtök skipaiðnaðarins - 4,4 milljóna króna styrkur til að halda námskeið í trefjaplastsmíði í samstarfi við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og fleiri aðila.

Frá afhendingu styrkjanna í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Postur_1700574289734