Fréttasafn



27. jan. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Framganga Matvælastofnunar engum til hagsbóta

„Framferði Matvælastofnunar gagnvart þessu tiltekna fyrirtæki sýnir svart á hvítu að verklag stofnunarinnar þarf að endurskoða. Framgangan í máli Kræsinga er engum til hagsbóta,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í frétt Morgunblaðsins um framgöngu Matvælastofnunar gegn fyrirtækinu Kræsingum í Borgarnesi en stofnunni var gert að greiða fyrirtækinu 112 milljónir króna í bætur eftir að fyrirtækið var sýknað af kæru um vörusvik í nautabökum en kæran byggði á aðeins einu sýni. Hann segir að reglulega berist frásagnir af atvikum þar sem fólk sem sinnir opinberu eftirliti, á ýmsum sviðum, fari fram af mikilli hörku. Sigurður bætir við að SI hafi hvatt til þess að opinbert eftirlit með matvælaframleiðslu verði einfaldað og samræmt.

Morgunblaðið / mbl.is, 27. janúar 2020.