Fréttasafn



9. maí 2025 Almennar fréttir

Framkvæmdastjórar SI og SA á Súpufundi atvinnulífsins

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 14. maí kl. 11:30 á Múlabergi, Hótel KEA. Á fundinum verður sjónum beint að hagsmunagæslu atvinnulífsins og mikilvægi hennar fyrir stöðu og þróun svæðisins.

Hvernig er hagsmuna okkar gætt?
Hverjir tala fyrir svæðið – og með hvaða árangri?

Í pallborði taka þátt Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða súpu og létt spjall í afslöppuðu andrúmslofti. Öll áhugasöm úr atvinnulífinu eru hvött til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðum.

Í febrúar stóðu Akureyrarbær og SSNE fyrir Fyrirtækjaþingi Akureyrar í Hofi þar sem fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu kom saman og tók samtalið. Eitt af því sem stóð upp úr var skýr vilji þátttakenda til að hittast oftar og bera saman bækur sínar. Súpufundurinn er viðbragð við þeirri ósk.

Skráning á fundinn fer fram hér.