Fréttasafn7. jún. 2022 Almennar fréttir

Framkvæmdastjóri SI í hlaðvarpinu Ein pæling

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í hlaðvarpinu Ein Pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Í upphafi samtalsins segir Sigurður frá því í stuttu máli hvað Samtök iðnaðarins gera: „Samtök iðnaðarins vinna fyrir iðnfyrirtæki á Íslandi. Við vinnum að því að efla samkeppnishæfni iðnaðarins en um leið samkeppnishæfni Íslands til að auka verðmætasköpun þannig að það verði til fleiri störf. Áherslan hefur verið á þessa stóru mynd síðustu ár.“

Sigurður segir að iðnaðurinn innan samtakanna sé fjölbreyttur og til marks um það séu um 40 undirgreinar og starfsgreinahópa ólíkra iðngreina innan Samtaka iðnaðarins.

Í hlaðvarpinu fara þeir Þórarinn og Sigurður um víðan völl og ræða meðal annars samkeppni á Íslandi, áhrif stríðsins í Úkraínu og eftirmála heimsfaraldurs. Þeir fara inn á hrávöruskort, húsnæðismál, kjaramál, orkumál og fleira.

Hér er hægt að hlusta á samtal þeirra í heild sinni.

Ein pæling, maí 2022.