Framkvæmdastjóri SI ræðir vaxtaákvörðun á Morgunvaktinni
Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Morgunvakt Rásar 1 um þá nýbirta vaxtaákvörðun Seðlabankans og stöðuna í efnahagslífinu. Þáttastjórnendurnir Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræða við Sigurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, um horfurnar framundan, áhrif ákvörðunar ESB um verndaraðgerðir gegn Íslandi og Noregi og EES-samninginn.
Á vef RÚV er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð.
Morgunvaktin á Rás 1, 19. nóvember 2025.

