Fréttasafn



20. sep. 2018 Almennar fréttir

Framkvæmdir að hefjast við nýja Háskólagarða HR

Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, tóku skóflustungu í gær fyrir fyrsta áfanga háskólagarðanna. 

Í þessum fyrsta áfanga verða 125 íbúðir til útleigu. Um er að ræða tæpa 5.900 fermetra á 4-5 hæðum. Áætlað er að hægt verði að taka íbúðirnar í notkun haustið 2020. Heildarkostnaður er áætlaður um 2,6 milljarðar króna. Það eru Kanon arkitektar sem hanna byggingarnar og verktaki er Jáverk. 

Studentagardar_hr_front