Fréttasafn21. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Framkvæmdir nýs spítala til umræðu á fundi Mannvirkis

Mannvirki - félag verktaka stóð fyrir félagsfundi í síðustu viku. Gunnar Svarsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf. var gestur fundarins og fór yfir framkvæmdir nýs Landspítala við Hringbraut. Gunnar fór yfir stöðu framkvæmda og þá áfanga sem lokið hefur verið við og þá sem framundan eru. Reifaði hann helstu áskoranir sem svona stórt verkefni hefur kallað á, allt frá fjármögnun þess yfir í verklega hluta þeirra. Þannig þurfi m.a. að læra af þeim hnökrum sem upp komu hvað varðar hönnun og byggingu sjúkrahótelsins. Lagði hann ríka áherslu á mikilvægi þess að einfalda sem kostur er fyrirkomulag framkvæmda og eignarhald og ábyrgð á þeim framkvæmdum. Þá kom fram að umfang þessara framkvæmda og starfsemi sem mun fara fram innan veggja spítalans kalli á svigrúm til breytinga á mannvirki. Síðast en ekki síst benti Gunnar á mikilvægi þess að allir aðilar, bæði verkkaupi og verktakar, búi yfir þeirri hæfni sem svona stórt verkefni kallar á.

IMG_8391

IMG_8392