Fréttasafn



4. feb. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Framkvæmdastjóri SI talar á fundi HMS um húsnæðismarkaðinn

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er meðal þeirra sem flytja erindi á fundi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi kl. 12 í húsnæði stofnunarinnar að Borgartúni 21. Yfirskrift fundarins er „Þarf að byggja meira?“. Erindi Sigurðar ber heitið „Hlutverk hins opinbera í jafnri húsnæðisuppbyggingu“. Þá verður Sigrún Ásta Magnúsdóttir, forstöðumaður nýsköpunar hjá HMS, með erindið Hver er staðan? Húsnæðisþörf 2020 til 2040“ og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, með erindið „Tækifæri á vaxtarsvæðum“.  

Á meðal þess sem mun koma fram á fundinum er greining á áætlaðri húsnæðisþörf til ársins 2040 ásamt því að fjallað verður um tækifæri sveitarfélaga þar sem ör fólksfjölgun hefur átt sér stað og hlutverk hins opinbera í því að stuðla að jafnri húsnæðisuppbyggingu.   

Á vef HMS er hægt að lesa nánar um dagskránna.