Fréttasafn



6. feb. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Framleiðslugreinar ræddar á Akureyri

Framleiðslu- og matvælasvið SI fundaði í síðustu viku á Akureyri með framleiðslu- og matvælafyrirtækjum á Norðurlandi. Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslu- og matvælasviðs SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á framleiðslu- og matvælasviði SI, hittu fulltrúa fyrirtækjanna. Á fundinum sem var haldinn í Becromal var meðal annars kynnt ný stefnumótun sem Framleiðsluráð SI vann að fyrir skömmu og rætt var um samstarf fyrirtækja í framleiðslugreinum. Fundarmenn voru áhugasamir um öryggismál, samfélagslega ábyrgð, gæðamál, nýsköpun, vöruþróun og hvernig fyrirtæki geta stutt við þjálfun starfsfólks og framþróun í starfi. Þá var til umræðu sú framtíðarsýn sem dregin var upp í stefnumótun Framleiðsluráðs SI og var komið í mynd af teiknaranum Rán Flygenring. Fundur-Akureyri-2

Þær Bryndís og Jóhanna nýttu ferðina norður og heimsóttu fyrirtækin Sæplast, SR vélaverkstæði og JE vélaverkstæði.

Fleiri myndir á Facebook.