Framleiðslumet hjá Íslenska kalkþörungafélaginu
„Við erum að velta yfir 2 milljörðum króna á ári og erum með 30 manns í vinnu,“ segir Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf á Bíldudal sem er meðal aðildarfyrirtækja SI í frétt Morgunblaðsins en framleiðsla fyrirtækisins sló met í framleiðslu á síðasta ári þegar það framleiddi rúmlega 82 þúsund tonn af kalsíum sem er ríflega 1.000 tonnum meira en 2022. Þess má geta að Halldór er varamaður í stjórn SI.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fyrirtækið vinni kalkþörunga af botni Arnarfjarðar og sé kalsíum, afurðin sem unnin sé úr kalkþörungunum, nýtt í dýrafóður og í matvælaiðnað. Halldór segir að undanfarin ár hefi verið unnið að því að bæta verksmiðjuna í því skyni að hámarka afköstin og bætt hafi verið við þurrkara án þess þó að starfsfólki hafi verið fjölgað og þannig tekist að auka framleiðsluna, það hafi leitt til þess að framleiðslumetið frá árinu 2022 hafi verið slegið í fyrra. „Við erum gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Halldór.
Þá er haft eftir Halldóri í fréttinni að 99% framleiðslunnar séu seld á erlenda markaði, annars vegar sé framleitt íblöndunarefni í fóðurbæti fyrir skepnur sem sé langstærsti hluti framleiðslunnar og hins vegar fæðubótarefni sem sé 4.000-5.000 tonn.
Í fréttinni kemur fram að nú séi í undirbúningi bygging samskonar verksmiðju í Súðavík sem verði með sama sniði og sú sem er á Bíldudal og sé gert ráð fyrir að starfsemi þar hefjist um mitt ár 2027.
Morgunblaðið, 10. janúar 2025.