Fréttasafn



5. des. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Framleiðsluráð SI skipað á ársfundi

Ársfundur Framleiðsluráðs SI var haldinn fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins þar sem kynnt var nýtt ráð til næstu tveggja ára. Í ráðinu sitja Andri Daði Aðalsteinsson, Límtré – Vírnet, Einar Sveinn Ólafsson, Íslenska kalkþörungafélagið, Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet, Magnús Freyr Jónsson, Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga, Margrét Ormslev, Carbon Recycling International, Sigurður Gunnarsson, Íslenskur textíliðnaður, og Stefán Magnússon, Coca Cola European Partners á Íslandi.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var fundarstjóri. Á fundinum greindi Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland og fráfarandi formaður ráðsins, frá helstu málum sem ráðið hefur beitt sér fyrir undanfarin tvö ár. Þar má m.a. nefna könnun á viðhorfi til íslenskrar framleiðslu, úttekt á vottunum framleiðslufyrirtækja, greiningu á hagtölum framleiðsluiðnaðar og kynningu á stuðningskerfi rannsóknar- og þróunarstarfs og endurgreiðslum á rannsóknar- og þróunarkostnaði fyrir framleiðslufyrirtæki. Ennfremur var haldið vel sótt framleiðsluþing í desember í fyrra. Loftslagsmál eru ofarlega á baugi hjá Framleiðsluráði SI og þessa dagana er að fara af stað verkefni í samstarfi við Festu samfélagsábyrgð þar sem framleiðslufyrirtækjum verður veitt aðstoð við að meta losun gróðurhúsalofttegunda með það fyrir augum að draga úr henni.

Þá flutti Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, erindi um starfsumhverfi framleiðslufyrirtækja á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að framleiðsluiðnaður skapar um 8,4% landsframleiðslu, 23% gjaldeyristekna þjóðarbúsins og veitir um 17.000 manns atvinnu.  

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri: Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet, Margrét Ormslev, Carbon Recycling International, Einar Sveinn Ólafsson, Íslenska kalkþörungafélagið, Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál, Sigurður Gunnarsson, Íslenskur textíliðnaður, og Stefán Magnússon, Coca Cola European Partners á Íslandi. 

Fundur-november-2018-5-_1544021379833Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Fundur-november-2018-3-_1544019567340Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland og fráfarandi formaður Framleiðsluráðs SI.

Fundur-november-2018-4-_1544019585606Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.

Fundur-november-2018-2-_1544019603523