Fréttasafn



16. jan. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Framleiðsluþing SI haldið í Hörpu 25. janúar

Íþyngjandi regluverk á færibandi er yfirskrift Framleiðsluþings SI sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 25. janúar kl. 15.00-16.30. Á þinginu verður sjónum beint að hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB, gullhúðun laga og regluverks og framkvæmd eftirlits á vegum stofnana ríkisins sem virðist stundum ganga gegn pólitískum vilja og enn lengra en lög gera ráð fyrir. Á þinginu verður varpað fram spurningum um hvernig hægt sé að efla hagsmunagæslu gagnvart ESB, hvers vegna stjórnvöld gera meiri kröfur til fyrirtækja hér á landi en gerðar eru annars staðar og hvernig hægt sé að snúa þessari þróun við. 

Dagskrá

  • Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ísland í fremstu röð? - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Hvernig er hægt að efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB? Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafarnefndar EFTA
  • Raddir félagsmanna - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Íþyngjandi regluverk - Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Siríus, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Regluverk í framkvæmd - Ragnar Árnason, prófessor emeritus, Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI
  • Fundarstjórn - Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar og formaður Framleiðsluráðs SI

Boðið verður upp á léttar veitingar og netagerð að dagskrá lokinni.

 

Hér er hægt að skrá sig á þingið.

Auglysing_loka-19-01-2024