Fréttasafn11. nóv. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök sprotafyrirtækja Starfsumhverfi

Framlög til Tækniþróunarsjóðs fjárfesting í framtíðinni

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, hafa sent umsögn um frumvarp til fjárlaga til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er fjárlaganefnd hvött til að líta á fjárframlög til Tækniþróunarsjóðs sem fjárfestingu í framtíðinni.  

Í umsögninni segir að á hverju ári sé takmarkaður fjöldi umsókna sem sæki um í sjóðinn og hljóti topp einkunn. Ef fjöldi verkefna sem hljóti A1-A2 einkunn sé skoðaður aftur til ársins 2010 komi í ljós að að meðaltali fái 28% verkefna þessa einkunn. Á ári hverju sé takmarkað magn af topp umsóknum sem berist sjóðnum og líti SSP á það sem svo að í hverju topp verkefni sem sé hafnað séu glötuð tækifæri. Í umsögninni kemur fram að SSP fagni fyrirhugaðri aukningu framlaga til sjóðsins en bendi á að hún dugi ekki til að grípa bestu verkefnin.

Hér er hægt að nálgast umsögn SSP.