Fréttasafn17. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Framtíðararkitektinn til umræðu á aðalfundi SAMARK

Á aðalfundi Samtaka arkitektastofa, SAMARK, sem fór fram í dag í Húsi atvinnulífsins var rætt um framtíðararkitektinn þegar Harpa Birgisdóttir, umhverfisverkfræðingur, Phd. og prófessor, og Svava Björk Bragadóttir, iðn- og byggingafræðingur og stjórnarmaður BIM Ísland ehf., fóru yfir sýn þeirra á starf framtíðararkitektsins sem lítur annars vegar að breyttum kröfum til umhverfismála og ráðgjöf því tilheyrandi og hins vegar með hliðsjón af hraðri tækniþróun og tæknilausnum við störf arkitekta.

Að loknum opnunarerindum tók Bjartmar Steinn Guðjónsson því næst við fundarstjórn og var Elísa Arnarsdóttir kosin fundarritari fundarins, bæði viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI. Halldór Eiríksson, formaður SAMARK, fór yfir skýrslu stjórnar vegna síðasta starfsárs þar sem farið var yfir helstu áherslumál og verkefni samtakanna. Formaður hvað ýmis mál vera framundan sem miklu máli skipta en ljóst væri að útboðsmál myndu vega þungt í starfi stjórnar á næsta starfsári. Fundarstjóri fór því næst yfir efni ársreiknings samtakanna fyrir árið 2022 auk áætlunar um tekjur og gjöld þeirra á árinu 2023.

Kosið var til þriggja sæta í stjórn félagsins og voru Ástríður Birna Árnadóttir hjá ARKIBYGG, Freyr Frostason hjá THG og Þorvarður Lárus Björgvinsson hjá Arkís öll endurkjörin sem stjórnarmenn til tveggja ára eða til aðalfundar 2025. Fyrir sitja í stjórn samtakanna Halldór Eiríksson hjá T.ark, formaður, og Þórhildur Þórhallsdóttir hjá Landmótun, stjórnarmaður.

Image00004_1684331778175Halldór Eiríksson, formaður SAMARK.

Image00005_1684331828998Svava Björk Bragadóttir, stjórnarmaður BIM Ísland.

Image00009_1684331854985Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Image00006_1684331872013

Image00001_1684331902703Harpa Birgisdóttir, umhverfisverkfræðingur.

Image00007_1684335143306Stjórn SAMARK.