Fréttasafn



1. júl. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Fulltrúar atvinnulífsins á fundi Business Europe

Árni Sigurjónsson, formaður SI, var meðal fulltrúa atvinnulífsins á fundi Evrópusamtaka atvinnulífsins, Business Europe, sem haldinn var í Búdapest í Ungverjalandi dagana 27. og 28. júní. Fundinn sátu auk Árna Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, Bjarnheiður Hallsdóttir, fráfarandi varaformaður SA, og Pétur Óskarsson, formaður SAF. Þau tóku m.a. þátt í hringborðsumræðum þar sem umfjöllunarefnin voru Hvernig geta fjármálamarkaðir aukið samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja og Af-iðnaðarvæðing Evrópu, hver er skýringin og hvað er til ráða? 

Ungverjaland fer með forystu í ráði Evrópusambandsins næstu sex mánuðina. Ráð Evrópusambandsins fer með löggjafarvald ESB ásamt Evrópuþinginu, samþykkir fjárhagsáætlun ESB og ber jafnframt ábyrgð á almennri samræmingu á starfi ESB.

Á fundinum kallaði Business Europe eftir endurbættri stefnu til að bregðast við rísandi geopólitískri spennu og vaxandi gjá í samkeppnishæfni við önnur lönd. Meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu forsvarsmanna Evrópusamtaka atvinnulífsins: „Ef Evrópa vill halda áfram að vera akkeri friðar, hagsældar, öryggis og stöðugleika er nauðsynlegt fyrir allar stofnanir Evrópusambandsins að leggjast á eitt um stefnuskrá til næstu fimm ára sem kemur nýjum samkeppnishæfnisamningi í framkvæmd; The New European Competitiveness Deal, líkt og Evrópuráðið kallaði eftir í apríl 2024“. 

Fundað var með Márton Nagy, efnahagsráðherra Ungverjalands, og Enrico Letta, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, þar sem rætt var um áherslur Ungverjalands og framtíð innri markaðarins auk þess sem Tamás Sulyok, forseti Ungverjalands, var heimsóttur. Á myndinni hér fyrir ofan eru fulltrúar sem sátu fundinn ásamt forseta Ungverjalands. 

Nánar um fundinn á vef SA.

Pétur Óskarsson, formaður SAF, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, Bjarnheiður Hallsdóttir, fráfarandi varaformaður SA ,og Árni Sigurjónsson, formaður SI. 

Budapest-juni-2024_8Enrico Letta og Márton Nagy.

Copres2024-266-of-267-Árni Sigurjónsson, Sigríður Margrét Oddsdóttir, Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir. 

Group_mgyosz-2_2024

Copres2024-57-of-267-

Copres2024-63-of-267-

Copres2024-205-of-267-

Copres2024-239-of-267-

Copres2024-211-of-267-

Copres2024-97-of-267-Árni Sigurjónsson og Bjarnheiður Hallsdóttir.

Budapest-juni-2024_9Sigríður Margrét Oddsdóttir, Enrico Letta og Árni Sigurjónsson.